Innlent

Dagur í sóttkví og hyggst tilkynna um framtíð sína í pólítík þegar hann losnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Allt er einu sinni fyrst!“ segir borgarstjóri um sóttkvína.
„Allt er einu sinni fyrst!“ segir borgarstjóri um sóttkvína. Facebook

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í sóttkví eftir að eitt barna hans greindist með Covid-19. Hann segir öllum í fjölskyldunni líða vel en hann muni greina frá því hvort hann hyggst sækjast eftir endurkjöri þegar hann losnar úr sóttkví.

Frá þessu greinir Dagur í færslu sem hann birti á Facebook rétt í þessu.

Þar segir hann að nokkrir fjölmiðlar hafi haft samband við sig í dag, enda greindi hann frá því fyrir jól að hann myndi tilkynna um framtíð sína í pólitík eftir hátíðirnar. Segist hann þakklátur fyrir hversu margir hafi haft samband.

„Ég vona að það mæti skilningi að ég muni ekki segja frá niðurstöðu minni fyrr en sóttkví lýkur sem verður vonandi um helgina eða strax eftir helgi.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.