Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2022 21:46 Rikka Sigríksdóttir, bílamálari og bifreiðasmiður en hún stefnir á að taka meistaranna líka í bifreiðasmiðinn. Hún er 21 árs. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn. Rikka vinnur hjá fyrirtækinu GB tjónaviðgerðir, sem er staðsett við Dragháls í Reykjavík. Þarf starfar hún við fjölbreytt verkefni og gengur í öll störf á verkstæðinu. Rikka útskrifaðist fyrir jól sem bifreiðasmiður og fékk fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. En hvað gera bifreiðasmiðir? „Við réttum og lögum beyglur og skiptum um ónýta hluti, allt sem málarinn í rauninni gerir ekki,“ segir Rikka og bætir við. „Ég er bílamálari líka, ég tók verðlaunin líka þar, fékk hæstu einkunnir þar. Ég er að sjálfsögðu stolt af þessum árangri en ég held að mamma og pabbi séu stoltari.“ Rikka segir fjölbreytileikann skemmtilegasta við störfin sín, hún sé sjaldan að gera það sama. Það sé vinnuandinn góður, sem skipti miklu máli. Erlendur Karl Ólafsson, eigandi GB tjónaviðgerða er mjög stoltur af Rikku og árangri hennar í náminu, auk þess sem hann gefur henni sína bestu einkunn, sem starfsmanni fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, okkur konunum fer fjölgandi í stéttinni. Við fengum nema í haust, sem er stelpa líka, þannig að við erum að koma sterkt inn,“ segir Rikka. En hvað segja strákarnir á verkstæðinu yfir þessu? „Ég held að þeim þyki bara fínt að hafa sætar skvísur hjá sér,“ segir Rikka og hlær. Erlendur Karl, eigandi verkstæðisins og meistari Rikku er hæstánægður með hana og hennar störf? „Hún er alveg frábær, dugleg og kraftmikil og stendur sig alveg stórkostlega, hún hefur þetta í blóðinu,“ segir Erlendur Karl. Rikka fékk fullt af verðlaunum þegar hún útskrifaðist fyrir jól, sem bifreiðasmiður úr Borgarholtsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Bílar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Rikka vinnur hjá fyrirtækinu GB tjónaviðgerðir, sem er staðsett við Dragháls í Reykjavík. Þarf starfar hún við fjölbreytt verkefni og gengur í öll störf á verkstæðinu. Rikka útskrifaðist fyrir jól sem bifreiðasmiður og fékk fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. En hvað gera bifreiðasmiðir? „Við réttum og lögum beyglur og skiptum um ónýta hluti, allt sem málarinn í rauninni gerir ekki,“ segir Rikka og bætir við. „Ég er bílamálari líka, ég tók verðlaunin líka þar, fékk hæstu einkunnir þar. Ég er að sjálfsögðu stolt af þessum árangri en ég held að mamma og pabbi séu stoltari.“ Rikka segir fjölbreytileikann skemmtilegasta við störfin sín, hún sé sjaldan að gera það sama. Það sé vinnuandinn góður, sem skipti miklu máli. Erlendur Karl Ólafsson, eigandi GB tjónaviðgerða er mjög stoltur af Rikku og árangri hennar í náminu, auk þess sem hann gefur henni sína bestu einkunn, sem starfsmanni fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, okkur konunum fer fjölgandi í stéttinni. Við fengum nema í haust, sem er stelpa líka, þannig að við erum að koma sterkt inn,“ segir Rikka. En hvað segja strákarnir á verkstæðinu yfir þessu? „Ég held að þeim þyki bara fínt að hafa sætar skvísur hjá sér,“ segir Rikka og hlær. Erlendur Karl, eigandi verkstæðisins og meistari Rikku er hæstánægður með hana og hennar störf? „Hún er alveg frábær, dugleg og kraftmikil og stendur sig alveg stórkostlega, hún hefur þetta í blóðinu,“ segir Erlendur Karl. Rikka fékk fullt af verðlaunum þegar hún útskrifaðist fyrir jól, sem bifreiðasmiður úr Borgarholtsskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Bílar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira