Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. janúar 2022 21:01 Fjöldi fólks hefur farið með bíla sína í þrif að undanförnu. Vísir Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina: Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina:
Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira