Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. janúar 2022 21:01 Fjöldi fólks hefur farið með bíla sína í þrif að undanförnu. Vísir Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina: Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina:
Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira