„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34
„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14