Erlent

Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Aylin og Alfredo Trujillo fæddust með fimmtán mínútna millibili en hvor á sínu árinu.
Aylin og Alfredo Trujillo fæddust með fimmtán mínútna millibili en hvor á sínu árinu. Natividad sjúkrahúsið

Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga.

Börnin heita Alfredo og Aylin en foreldrar þeirra heita Fatima Madrigal og Robert Trujillo og búa í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu sem sjúkrahúsið sendi út á nýársdag segir Fatima Madrigal að það sé „klikkað“ að tvíburar hennar eigi mismunandi afmælisdaga. Hún segist þó ánægð og að þrjú systkini tvíburanna hlakki til að hitta þau.

Í frétt Sky News segir að um 120 þúsund tvíburar fæðist í Bandaríkjunum á ári hverju. Það samsvari um þremur prósentum allra fæðinga í Bandaríkjunum. Þá segir að líkurnar á því að tvíburar fæðist með mismunandi afmælisdaga séu einn á móti tveimur milljónum.

Læknirinn Ana Abril Arias, sem tók á móti tvíburunum, segir þetta eina af hennar eftirminnilegustu fæðingum. Það hafi verið einstök ánægja að taka á móti börnunum og frábært upphaf á nýju ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.