Innlent

Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla segir manninn vera „í straffi“ hjá gistiaðstöðu Reykjavíkurborgar.
Lögregla segir manninn vera „í straffi“ hjá gistiaðstöðu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg

Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður.

„Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu,“ segir svo í tilkynningunni.

Um klukkan 17 var tilkynnt um umferðarslys í Garðabæ, þar sem ekið var á hjólareiðamann sem var að fara yfir gangbraut. Kastaðist hann þrjá til fjóra metra og verkjaði í bak, læri og axlir. Kona mannsins, sem kom á vettvang, sagðist myndu aka honum á Landspítala.

Nú rétt undir morgun var svo tilkynnt um eld í sumarbústað við Þinganes í póstnúmerinu 110. Var bústaðurinn sagður alelda og slökkvilið á vettvangi. Bústaðurinn er talinn hafa verið mannlaus.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×