Innlent

Læknirinn snúinn aftur til starfa eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Áreitnin er sögð hafa hafist árið 2017, þegar konan var læknanemi á Landspítalanum. 
Áreitnin er sögð hafa hafist árið 2017, þegar konan var læknanemi á Landspítalanum. 

Læknir á Landspítalanum sem sendur var í leyfi í nóvember vegna ásakana um kynferðislega áreitni á er kominn aftur til starfa á spítalanum. Þetta staðfestir lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, í samtali við fréttastofu.

„Það er búið að fella þessar ásakanir niður, enda voru þær algjörlega tilefnislausar. Og þeir áttuðu sig á því, fyrirsvarsmenn spítalans,“ segir Jón Steinar.

Læknirinn, Björn Logi Þórarinsson, er sagður hafa áreitt læknanema á Landspítalanum en Stundin kveðst hafa heimildir fyrir því að tvær konur til viðbótar hafi kvartað undan honum til Landspítalans.

Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.


Tengdar fréttir

Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu

Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.