Innlent

Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu.

„Ítrekað er að íbúar séu EKKI á ferðinni þangað til veðrið gengur niður," segir í tilkynningu frá lögreglu.

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Austfirði en búist er við norðvestan 20-28 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum við fjöll. Víða er skafrenningur með lélegu skyggni og él norðantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að ferðaveður sé mjög slæmt og fólk hvatt til að huga að lausamunum. Þá eru fjallvegir ófærir sem stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×