Erlent

Úkraínskur ráðherra kvartar til Netflix vegna persónu í Emily in Paris

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áhorfendur hafa almennt haft misjafnar skoðanir á klæðaburðinum í þáttunum.
Áhorfendur hafa almennt haft misjafnar skoðanir á klæðaburðinum í þáttunum.

Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur sent formlegt erindi til Netflix og kvartað undan persónu í þáttunum Emily in Paris. Þeir segja hana „óásættanlega skrípamynd“ af úkraínskri konu.

Emily in Paris fjallar um unga bandaríska konu sem flytur til Parísar til að vinna. Í nýjustu þáttaröðinni er kynnt til sögunnar persónan Petra, úkraínsk kona sem stelur í verslunarferð með aðalpersónunni Emily.

Oleksandr Tkachenko segir persónuna móðgandi en auk þess að vera þjófótt ber hún lítið skynbragð á tísku og býr í ótta við að vera send úr landi.

„Í Emily í París er skrípamynd af úkraínskri konu sem er óásttætanleg. Hún er líka móðgandi,“ hefur BBC eftir ráðherranum. „Er það svona sem Úkraínumenn eru álitnir í útlöndum?“ spyr hann.

Úkraínskir miðlar hafa greint frá því að ráðherrann hafi sent kvörtun til Netflix, sem bæði sýnir og framleiðir þættina.

Skoðanir virðast skiptar meðal samlanda Tkachenko en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þættirnir eru gagnrýndir fyrir ófrumlega persónusköpun. Frakkar voru til að mynda margir ósáttir við þá mynd sem dregin var upp af þeim og höfuðborginni þeirra í fyrstu þáttaröðinni.

Franska „týpan“ birtist þannig sem einhver sem er dónaleg og heldur framhjá.

Þess má geta að í nýju þáttaröðinni er einnig að finna persónuna Alfie, sem er Breti sem ver tíma sínum helst í að drekka á krám og horfa á knattspyrnu.

Umfjöllun BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.