Innlent

Bundu niður fjúkandi þak og að­stoðuðu við sjúkra­flutninga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitarfólk kemur hér böndum á húsþak í Vestmannaeyjum.
Björgunarsveitarfólk kemur hér böndum á húsþak í Vestmannaeyjum. Landsbjörg

Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að dagurinn hafi byrjað á því að björgunarsveitarfólk í Héraði hafi komið heilbrigðisstarfsmönnum til og frá vinnu. Þá var björgunarsveit kölluð út í Vestmannaeyjum þar sem hvassir vindstrengir gengu yfir. Björgunarsveitarfólk fékk það verkefni að koma böndum á þak sem var við það að fjúka af húsi í bænum.

Í dag hafa björgunarsveitir í tvígang verið kallaðar út til að aðstoða við sjúkraflutninga, en greiða þurfti leið fyrir sjúkrabíla og flytja sjúkraflutningamenn á vettvang í Laxárdal annars vegar og í Hróarstungu í Héraði hins vegar.

Þá hefur ökumönnum bíla verið komið til aðstoðar ásamt tilfallandi verkefnum vegna foks á munum.

Björgunarsveitir aðstoðuðu við sjúkraflutninga í Laxárdal.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.