Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 18:24 Dagur segist telja að ökumenn leggi oft illa af hreinu gáleysi. Aðsend Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend
Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira