Hætti snemma í boltanum til að fara á sjóinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 12:00 Fabio Coentrao Nordicphotos/Getty Það er æði misjafnt hvað moldríkir knattspyrnumenn ákveða að gera þegar knattspyrnuferillinn er á enda. Flestir þeirra sem spila í hæsta gæðaflokki reyna að spila eins lengi og líkaminn leyfir og kreista hverja einustu krónu út úr ferlinum en Portúgalinn Fabio Coentrao fór aðra leið. Eftir að hafa verið á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid frá 2011-2019 er Coentrao nú hættur í fótbolta, 32 ára að aldri, og farinn að starfa sem sjómaður í heimabæ sínum í Portúgal, sjávarþorpinu Vila do Conde. Eftir að hann yfirgaf Real Madrid lék hann tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu í Portúgal, Rio Ave en nú hefur önnur ástríða tekið yfir líf hans, sjómennskan. „Lífið á sjónum er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, eins og einhverjir halda. Þetta er starf eins og hvað annað. Og ekki bara starf heldur er sjórinn fallegur og við þurfum á honum að halda,“ sagði Coentrao í sjónvarpsþætti sem fjallaði um ákvörðun hans að hætta í fótbolta þrátt fyrir að vera í fullu fjöri og færa sig á sjóinn. „Mikið af fólki lifir á sjónum og þetta er atvinnugrein sem ætti að njóta virðingar eins og hver önnur,“ segir Coentrao. Coentrao lék 52 landsleiki fyrir Portúgal á ferli sínum en hann var þegar farinn að undirbúa framtíðina á sjónum þegar hann lék fyrir Real Madrid þar sem hann keypti sér sinn fyrsta bát árið 2015. Fábio Coentrão enjoyed a glittering career for Benfica, Real Madrid and Sporting, earned 52 caps for Seleção, arguably Portugal's greatest ever left-back.He recently hung up his boots and has embarked on new career. He's become a fisherman, following in his father's footsteps. https://t.co/paEOE3m7VW— Tom Kundert (@PortuGoal1) January 1, 2022 Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Flestir þeirra sem spila í hæsta gæðaflokki reyna að spila eins lengi og líkaminn leyfir og kreista hverja einustu krónu út úr ferlinum en Portúgalinn Fabio Coentrao fór aðra leið. Eftir að hafa verið á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid frá 2011-2019 er Coentrao nú hættur í fótbolta, 32 ára að aldri, og farinn að starfa sem sjómaður í heimabæ sínum í Portúgal, sjávarþorpinu Vila do Conde. Eftir að hann yfirgaf Real Madrid lék hann tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu í Portúgal, Rio Ave en nú hefur önnur ástríða tekið yfir líf hans, sjómennskan. „Lífið á sjónum er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, eins og einhverjir halda. Þetta er starf eins og hvað annað. Og ekki bara starf heldur er sjórinn fallegur og við þurfum á honum að halda,“ sagði Coentrao í sjónvarpsþætti sem fjallaði um ákvörðun hans að hætta í fótbolta þrátt fyrir að vera í fullu fjöri og færa sig á sjóinn. „Mikið af fólki lifir á sjónum og þetta er atvinnugrein sem ætti að njóta virðingar eins og hver önnur,“ segir Coentrao. Coentrao lék 52 landsleiki fyrir Portúgal á ferli sínum en hann var þegar farinn að undirbúa framtíðina á sjónum þegar hann lék fyrir Real Madrid þar sem hann keypti sér sinn fyrsta bát árið 2015. Fábio Coentrão enjoyed a glittering career for Benfica, Real Madrid and Sporting, earned 52 caps for Seleção, arguably Portugal's greatest ever left-back.He recently hung up his boots and has embarked on new career. He's become a fisherman, following in his father's footsteps. https://t.co/paEOE3m7VW— Tom Kundert (@PortuGoal1) January 1, 2022
Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira