Innlent

548 innan­lands­smit

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alls eru 7604 í einangrun.
Alls eru 7604 í einangrun. Vísir/Vilhelm

548 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Alls greindust 586 í gær og þar af 38 sem greindust á landamærunum. Um er að ræða töluvert færri smit en dagana á undan en þann 30.desember greindust 1557 sem er það mesta hingað til í faraldrinum.

Alls eru 7605 í einangrun og 6075 í sóttkví. Ekki kemur fram hversu mörg PCR sýni voru tekin en það kemur fram þegar covid.is verður uppfærð á morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.