Innlent

Stein­grímur J. og Ólafur Þ. rifja upp liðna tíð í Sprengi­sandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Sprengisandur snýr aftur eftir hátíðarnar á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10:00 og verður aðeins öðruvísi en fyrri þættir. 

Steingrímur J. Sigfússon verður fyrri gestur þáttarins en hann hefur undanfarna áratugi verið einn áhrifamesti foringi íslenskra vinstrimanna, stofnandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og sat á þingi í 38 ár. 

Steingrímur fer yfir ferilinn, ræðir völd og áhrif stjórnmálamanna og spjallar um eitt og annað skemmtilegt. 

Seinni gesturinn verður Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði en hann er nýorðinn sjötugur. Ólafur er stundum sagður faðir íslenskra kosningarannsókna og honum líkar það ekki illa. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.