Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 11:11 Myndin er tekin á gamlárskvöld 2020. Vísir/Egill Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Áramót Veitingastaðir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Áramót Veitingastaðir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira