Tuchel var til svars á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Chelsea sem fer fram 2. janúar á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Hann var spurður um ummæli belgíska framherjans.
„Ég er ekki hrifinn af þessum ummælum. Þetta er hávaði og læti sem við þurfum ekki. Ef þú hefðir spurt mig í gær þá hefði ég haldið að honum liði vel. Þess vegna er þetta mjög óvænt. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til þess að spyrja, en þetta er klárlega hávaði sem við þurfum ekki“, sagði Tuchel.
Tuchel said this about Lukaku in October pic.twitter.com/ue3nb8zHU1
— ESPN FC (@ESPNFC) December 31, 2021
Hann hélt áfram og ítrekaði að hann væri ekki að missa sig:
„Við erum ekki hér eingöngu til þess að fara yfirum yfir fyrirsögnum. Við þurfum að reyna að skilja hvað er í gangi því þetta endurspeglar ekki vinnuna og eljuna sem við leggjum í hlutina á hverjum degi.“, sagði Tuchel .