Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 11:13 Bjarni Már Magnússon prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira