Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu fór framarlega í baráttunni fyrir frelsun Nelsons Mandela úr áratuga fangelsi og saman voru þeir virtustu baráttumenn heims fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. AP/Guy Tillim Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo. Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59