Telja ekki á ábyrgð strætóbílstjóra að fylgjast með grímunotkun farþega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 15:04 Vagnstjórar hjá Strætó fylgja því ekki eftir að grímur séu notaðar um borð í vögnum. Fyrirtækið mælir þó með því að allir farþegar noti grímur um borð. Vísir/Vilhelm Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum. Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira