Lazio blandar sér í baráttuna um Albert Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 10:00 „Þennan, takk!“ gæti Maurizio Sarri verið að segja, ef marka má frétt La Gazzetta dello Sport. Samsett/Getty Útlit er fyrir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson muni hafa úr áhugaverðum kostum að velja nú þegar hálft ár er þar til að samningur hans við hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar rennur út. Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira