Fótbolti

Skosku risarnir sagðir undirbúa tilboð í Albert

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert tekur vítaspyrnu.
Albert tekur vítaspyrnu. vísir/Getty

Ætla má að íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði eftirsóttur á nýju ári.

Albert er á mála hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar sem þýðir að hann getur byrjað að ræða við önnur félög eftir áramótin.

Breski fjölmiðilinn Telegraph kveðst hafa heimildir fyrir því að skoska stórveldið Glasgow Celtic sé að undirbúa samningstilboð fyrir hinn 24 ára gamla sóknarmann og fleiri skoskir fjölmiðlar segja Glasgow Rangers einnig hafa mikinn áhuga á að krækja í kappann.

Móðurafi Alberts og alnafni lék með Rangers þegar hann varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn árið 1944 en lék um stutt skeið með liðinu áður en hann færði sig um set og lék meðal annars með Arsenal og AC Milan á glæstum ferli.

Albert yngri ólst upp hjá KR en hefur verið á mála hjá AZ undanfarin þrjú ár. Hann hefur einnig verið á mála hjá PSV Eindhoven og Heerenveen í Hollandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.