Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 09:34 Arnar Þór Jónsson er lögmaður fólksins. Í tilfelli einhverra er of seint að skjóta málinu til æðra dómstigs, en hann segir að það verði skoðað í tilfellum hinna sem enn eiga þess kost. Vísir/ÞÞ Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38