Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 21:03 Félagar í Ingunni tóku m.a. þátt í verkefnum í kringum eldgosið á Reykjanesi fyrr á árinu. Aðsend „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend
Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira