Innlent

Yfir fimm þúsund í eftirliti hjá Covid-göngudeildinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tuttugu og einn liggur nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19.
Tuttugu og einn liggur nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

Í dag eru 5.126 einstaklingar í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalands og fjölgar þeim um 791 á milli daga. 21 liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19.

Meðalaldur þeirra sem eru inniliggjandi á Landspítalanum er 63 ár. Innlögnum á spítalann vegna Covid-19 fjölgaði um sjö á milli daga en fjórtán voru inniliggjandi í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og þar af þrír í öndunarvél.

Aldrei hafa verið fleiri skráðir í eftirliti hjá göndudeild Landspítalans og eru þeir sem fyrr segir 5.126, þar af 1.142 börn. Í gær voru 4.335 undir eftirliti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Smitrakningarteymið breytir um taktík

Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×