Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Í kjölfar skimunar allra inniliggjandi sjúklinga hafa sex greinst til viðbótar.
Í tilkynningu farsóttanefndar segir að hjartadeild hafi verið lokað til morguns á með brugðist er við stöðunni, smit rakin og fólk skimað.
Þá segir að útbreiðsla veirunnar meðal starfsfólks sé einhver en ekki er ljóst hversu margir eru smitaðir.
Allir sjúklingar á deildinni séu upplýstir og verið sé að vinna í að upplýsa aðstandendur þeirra.
Unnið sé eftir verklagi farsóttanefndar um hópsmit á spítalanum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira