Lífið

Óhefðbundin jólatré úr gínu, tröppum og glervösum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thelma og Heida eru með óhefðbundin jólatré.
Thelma og Heida eru með óhefðbundin jólatré.

Nú þegar jólin eru nýafstaðin er gaman að sjá óhefðbundin jólatré.

Athafnakonan unga Thelma Björk Norðdahl var til að mynda með jólatré sem er bara hreinlega tvær stórar trjágreinar í tveimur glervösum sem eru eins og skúlptúr og alveg án skrauts.

Listakonan og ljósmyndarinn Heida Hrönn Björnsdóttir hefur undanfarin ár sýnt áhorfendum Íslands í dag alveg ótrúlega skrýtin en á sama tíma mjög flott jólatré. 

Til dæmis jólatré búið til úr fatagínu með greni, tröppur með gömlu dóti, kransa sem hengdir eru upp eins og jólatré og fleira sérkennilegt.

Vala Matt leit við hjá þeim tveimur fyrir Ísland í dag á Stöð 2 og var innslagið sýnt í gærkvöldi og má sjá það í fullri lengd hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×