Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 18:26 Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í veðurblíðunni dag. Stöð 2/Egill Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira