Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:18 Gunnhildur Fríða undirritaði drengskaparheit sín í dag. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær. Alþingi Píratar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær.
Alþingi Píratar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira