Innlent

Helst út­lit fyrir gos við Mera­dali

Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Ragnar Axelsson flaug yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli á Þorláksmessu, sem hafa gjörsamlega umbreytt landinu í kring.
Ragnar Axelsson flaug yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli á Þorláksmessu, sem hafa gjörsamlega umbreytt landinu í kring. Vísir/RAX

Næstum því 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti sá stærsti upp á 4,5. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali.

Staðan er enn óljós en óróapúls mældist við Fagradalsfjall fyrir hádegi í dag, í um hálftíma áður en hann fjaraði út.

Talið hefur verið líklegast að ef annað gos verði komi kvikan upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Gos gæti þess vegna hafist nánast fyrirvaralaust .Salome Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins hægt að bíða og sjá.

Skjálfti upp á 4,5 var var um miðnætti en í morgun fundust vel tveir skjálftar.

„Tveir skjálftar sem fundust svolítið vel núna í morgunsárið, í kringum hálf átta. Sá stærri var 4,2 og sá minni 3,3. Síðan þá hefur þetta verið rólegt miðað við,“ segir Salóme og bætir við að sá stærri hafi líklega fundist á öllu suðvesturhorni landsins.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dá­lítið vel í nótt“

Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×