Innlent

Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gufurnar stíga upp úr gígnum í Geldingadölum. Ætli þetta sé lognið á undan storminum?
Gufurnar stíga upp úr gígnum í Geldingadölum. Ætli þetta sé lognið á undan storminum? vísir/RAX

Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag.

Gufur stíga enn upp úr gígnum eftir gosið. Þetta kallast afgösun og hefur verið viðvarandi frá því að hraun hætti að renna upp úr gígnum. 

Gæti gosið fyrirvaralaust

Þó mun minna hafi verið um stóra skjálfta í dag en í gær hefur ekkert hægt á skjálftahrinunni. Þar hafa mælst á annað þúsund skjálfta frá miðnætti.

Skjálftarnir eru allir við gosstöðvarnar eða aðeins sunnan þeirra og allir á um 5 til 8 kílómetra dýpi.

Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjallivísir/RAX

Staðan er í raun óbreytt frá því í gær; það gæti gosið fyrirvaralaust og er óvissustig enn í gangi á svæðinu. Eins og náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar sagði við okkur í dag: 

„Þessir skjálftar eru í raun fyrirvarinn sem við höfum ef það fer að gjósa. En það er svo mikið af skjálftum sem mælist á svæðinu að við myndum ólíklega sjá það með neinum fyrirvara á mælunum ef það væri að byrja að gjósa.“

Ragnar Axelsson ljósmyndari flaug yfir svæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum af gígnum. Litbrigðin eru ótrúleg í fallegri Þorláksmessubirtunni. 

Heillandi litir við gíginn í sólinni. Hér rann rauðglóandi hraun fyrir örfáum mánuðum. vísir/rax

Tengdar fréttir

Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf

Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð.

Gengur upp og niður með um klukku­tíma löngum þyrpingum

Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.