Lífið

Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjólfur er einn af eigendum hótelsins. 
Brynjólfur er einn af eigendum hótelsins. 

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins.

Mathöll, verslanir og hótel saman í eitt.

Brynjólfur Baldursson einn af eigendum Gróðurhússins sagði söguna á bakvið hótelið í þætti gærkvöldsins. Á hótelinu eru 49 herbergi.

„Þetta er lífstílshótel, hugsunin er þannig. Þú ert að sækja einhverja hugmyndfræði og hjá okkur vildum við tengja gróðurhúsið við hótelið. Það er gróður á herbergjunum og það er pælingin að þú ert í svolítið lifandi umhverfi,“ segir Brynjólfur en á hótelinu eru verslanir, ísbúð, veitingarstaðir í mathöll og margt fleira.

„Hveragerði er í rauninni nafli alheimsins,“ segir Brynjólfur um ástæðuna á bakvið staðsetningu hótelsins.

„Það er æðislegt að koma hingað yfir helgi í smá afslöppun og þetta er bara einum ísbíltúr í burtu frá Reykjavík. Svo eru sennilega áttatíu prósent af ferðamönnunum sem keyra hérna niður Kambana og fara hérna framhjá.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×