Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö.
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir og svo gæti farið að kvika komi nokkuð hratt upp á yfirborðið. Farið verður yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en um sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. Farið verður nánar yfir málið í kvöldfréttum.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá miðbænum en veitingafólk hefur í dag sótt um undanþágur frá samkomubanni líkt og tónlistarmenn hafa fengið.

Þá heyrum við í fólki sem mótmælti meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange við breska sendiráðið í dag og hittum mann sem gengur tíu kílómetra innanhúss á dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×