Innlent

Fólk getur skort hug­rekki til að fram­kvæma al­menni­legt hrað­próf

Snorri Másson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alvarlegt ef hraðpróf eru ekki rétt framkvæmd.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alvarlegt ef hraðpróf eru ekki rétt framkvæmd. Vísir/Vilhelm

„Ég held að þetta geti verið bundið við þann sem er að taka prófið. Það þarf ákveðið hugrekki til að setja pinnann alveg inn í nefkokið og það getur vel verið að sumir veigri sér við það. En ég vona ekki samt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði.

Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf:

Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan.

Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. 

Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni.

„Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur.

Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun:


Tengdar fréttir

For­sendur undan­þágu fyrir tón­leika gildi einnig um veitinga­húsin

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur.

Bubbi fær undan­þágu á Þor­láks­messu: „Ég trúi á jóla­sveininn“

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×