Innlent

Hafa þurft að loka deildum á leik­skólum í Hafnar­firði vegna smita

Atli Ísleifsson skrifar
Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði.
Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær

Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa.

Þetta staðfesta leikskólastjórar í samtali við Vísi. Katrín Hraunfjörð, leikskólaskólastjóri á Stekkjarási, segir að starfsmaður leikskólans hafi greinst með COVID-19 í gær.

„Við erum að rekja ferðir starfsmannsins inni á leikskólanum, hverja hann var í samskiptum við. Við erum að vinna í þessu, en það er auðvitað sérstaklega leiðinlegt að þetta komi upp svona rétt fyrir jól,“ segir Katrín.

Guðbjörg Hjaltadóttir, leikskólastjóri á Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, segir að nauðsynlegt hafi verið að loka hluta einnar deildar vegna smits. Segir Guðbjörg að hluti barnanna og starfsfólks hafi verið send í sóttkví vegna umrædds smits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×