Sonur Diego Simeone að gera frábæra hluti í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 14:00 Giovanni Simeone fagnar marki með Hellas Verona á móti Juventus á þessu tímabili. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO Giovanni Simeone hefur skapað sér nafn í ítölsku deildinni á þessu tímabili en hann hefur farið á kostum með liði Hellas Verona. Giovanni, sem hefur gælunafnið El Cholito, hefur kannski verið þekktastur hingað til fyrir að vera sonur Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid, en nú eru það afrekin inn á vellinum sem kom honum í fréttirnar. Giovanni er núna þriðji markahæsti leikmaðurinn í Seríu A, rétt á eftir þeim Ciro Immobile og Dusan Vlahovic. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Simeone er kominn með 12 mörk í fyrstu 17 leikjunum með Hellas Verona og er að auki með þrjár stoðsendingar. Verona liðið er kannski bara í þrettánda sæti en eitt af markahæstu liðum deildarinnar. Simeone kom á láni til Cagliari frá Fiorentina 2019 en Cagliari keypti hann í lok lánstímabilsins. Cagliari ákvað síðan að senda hann á lán til Hellas Verona í haust eftir að hann náði sér ekki alveg á strik á síðustu leiktíð. Simeone skoraði ekki í fyrstu þremur leikjum sínum með Hellas Verona en fór síðan í gang og var meðal annars með fernu í sigri á Lazio. Hann skoraði síðan tvennu á móti bæði Juventus og Venezia. Hann er þegar búinn að jafna sín bestu tímabil í Seríu A en hann skoraði 12 mörk í 35 leikjum fyrir Genoa 2016-17 og aftur tólf mörk í 37 leikjum með Cagliari tímabilið 2019-20. Mörkin urðu hins vegar aðeins sex í fyrra. Giovanni Simeone er fæddur árið 1995 í Madrid en faðir hans var þá að spila með liði Atlético Madrid. Hann er bæði með spænskt og argentínskt vegabréf en valdi það að spila fyrir Argentínu. Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Giovanni, sem hefur gælunafnið El Cholito, hefur kannski verið þekktastur hingað til fyrir að vera sonur Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid, en nú eru það afrekin inn á vellinum sem kom honum í fréttirnar. Giovanni er núna þriðji markahæsti leikmaðurinn í Seríu A, rétt á eftir þeim Ciro Immobile og Dusan Vlahovic. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Simeone er kominn með 12 mörk í fyrstu 17 leikjunum með Hellas Verona og er að auki með þrjár stoðsendingar. Verona liðið er kannski bara í þrettánda sæti en eitt af markahæstu liðum deildarinnar. Simeone kom á láni til Cagliari frá Fiorentina 2019 en Cagliari keypti hann í lok lánstímabilsins. Cagliari ákvað síðan að senda hann á lán til Hellas Verona í haust eftir að hann náði sér ekki alveg á strik á síðustu leiktíð. Simeone skoraði ekki í fyrstu þremur leikjum sínum með Hellas Verona en fór síðan í gang og var meðal annars með fernu í sigri á Lazio. Hann skoraði síðan tvennu á móti bæði Juventus og Venezia. Hann er þegar búinn að jafna sín bestu tímabil í Seríu A en hann skoraði 12 mörk í 35 leikjum fyrir Genoa 2016-17 og aftur tólf mörk í 37 leikjum með Cagliari tímabilið 2019-20. Mörkin urðu hins vegar aðeins sex í fyrra. Giovanni Simeone er fæddur árið 1995 í Madrid en faðir hans var þá að spila með liði Atlético Madrid. Hann er bæði með spænskt og argentínskt vegabréf en valdi það að spila fyrir Argentínu.
Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira