Veiruskita herjar á kýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 14:01 Mögulegt er að sjúkdómurinn sé af völdum nautgripakórónaveiru. Vísir/Vilhelm. Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun þar sem segir að stofnunin og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa áhuga á að fá sýni til greiningar. Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum. Ekki hefur tekist að greina orsök sjúkdómsins en honum svipar mjög til sjúkdóms sem kallast á ensku „winter dysentery“. Talið er að orsök þess sjúkdóms sé nautgripakórónaveira en það hefur þó ekki verið staðfest, segir á vef MAST. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, svo sem múlum, fatnaði, tækjum og bifreiðum. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða. Bændur sem vilja senda sýni hafi samband við dýralækni Segir ennfremur að afleiðingar sjúkdómsins geti verið alvarleg og langdregnar þar sem hann veiki ónæmiskerfi kúnna. „Mikilvægt er að bændur hugi vel að sóttvörnum á búum sínum og dragi eins og mögulegt er úr umgengni utanaðkomandi fólks um búið og flutningi gripa og tækja milli búa. Þeir sem fara inn í gripahús ættu að nota hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó-/stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa eins og kostur er, áður en þau eru notuð á öðrum búum,“ segir á vef MAST. Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum óska eftir samstarfi við bændur um töku sýna til rannsókna. Bændur sem áhuga hafa að taka þátt eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn dýralækni um sýnatökur. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Dýraheilbrigði Þingeyjarsveit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun þar sem segir að stofnunin og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa áhuga á að fá sýni til greiningar. Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum. Ekki hefur tekist að greina orsök sjúkdómsins en honum svipar mjög til sjúkdóms sem kallast á ensku „winter dysentery“. Talið er að orsök þess sjúkdóms sé nautgripakórónaveira en það hefur þó ekki verið staðfest, segir á vef MAST. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, svo sem múlum, fatnaði, tækjum og bifreiðum. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða. Bændur sem vilja senda sýni hafi samband við dýralækni Segir ennfremur að afleiðingar sjúkdómsins geti verið alvarleg og langdregnar þar sem hann veiki ónæmiskerfi kúnna. „Mikilvægt er að bændur hugi vel að sóttvörnum á búum sínum og dragi eins og mögulegt er úr umgengni utanaðkomandi fólks um búið og flutningi gripa og tækja milli búa. Þeir sem fara inn í gripahús ættu að nota hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó-/stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa eins og kostur er, áður en þau eru notuð á öðrum búum,“ segir á vef MAST. Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum óska eftir samstarfi við bændur um töku sýna til rannsókna. Bændur sem áhuga hafa að taka þátt eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn dýralækni um sýnatökur.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Dýraheilbrigði Þingeyjarsveit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira