Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 21:09 Bubbi Morthens er ósáttur með að tónlistarmenn geti ekki virt samkomutakmarkanir stjórnvalda. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira