Innlent

200 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hraðpróf og Covidpróf á Suðurlandsbraut
Hraðpróf og Covidpróf á Suðurlandsbraut Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 

Þá hafa aðeins einu sinni áður fleiri greinst innanlands ef marka má tölfræði á Covid.is en  inn 15. nóvember síðastliðinn greindust 206.

Rúmlega 1.200 manns hafa greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku og faraldurinn því á talsverðri uppleið, líkt og í öðrum löndum Evrópu, þar sem hvert ríkið á fætur öðru hefur verið að herða mikið á sóttvarnaraðgerðum undanfarna daga sem og í Bandaríkjunum.

1.724 eru nú í einangrun á landinu öllu og 2.450 í sóttkví. Þá hafa sex þingmenn greinst með veiruna hér á landi, þeirra á meðal allir fimm þingmenn Viðreisnar.

Tólf liggja á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Hann er í öndunarvél.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×