Innlent

Þetta er bara „business as usual”

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Annáll bólusetningar

„Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor.

Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa vissulega skipt sköpum og bjargað mannslífum. Þær reyndust þó kannski ekki töfralausnin sem margir vonuðust eftir. Að minnsta kosti ekki fyrsta umferð. Samkomutakmarkanir eru enn í gildi og erfitt er að spá fyrir um framhaldið.

Segja má að leiðin að yfirstandandi kafla hafi verið hlykkjótt og stundum skondin. Þar má nefna bólusetningarlottó, kapphlaup í sprautu og útbreiddastu kjaftasögu landsins um Pfizer-samninginn.

Í myndbandinu hér að neðan er saga bólusetninga á árinu rifjuð upp í myndum.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×