Innlent

Val­­­kröfur meintra góð­­gerða­­sam­­taka fjar­lægðar úr heima­bönkum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka síðustu helgi.
Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka síðustu helgi. vísir

Búið er að fjar­lægja allar val­kröfur frá fé­laga­sam­tökunum Vonar­neista úr heima­bönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en fé­lagið gefur sig út fyrir að vera góð­gerða­fé­lag sem hjálpar heimilis­lausum.

Þetta stað­festir lög­regla við frétta­stofu en málið er nú í rann­sókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslu­töku vegna málsins en ó­ljóst er hve margir standa að baki fé­laginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess.

Eins og Vísir greindi frá síðasta mánu­dag virðist engin starf­semi hafa verið í gangi hjá fé­laginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Frétta­stofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess.

Á heima­síðu Vonar­neista segir að fé­lagið hafi það mark­mið að styðja við verk­efni sem bæta hag heimilis­lausra á Ís­landi. Það er þó hvergi að finna á al­manna­heilla­skrá Skattsins.

Krafan sem Vonar­neisti sendi í heima­banka fjölda Ís­lendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar val­kröfur eru alls ekki ó­al­gengar frá góð­gerða­fé­lögum, sér­stak­lega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. 

Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. 

Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjár­mála­stofnanir en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu átti Vonar­neisti í við­skiptum við Spari­sjóð Höfð­hverfinga og komu kröfurnar þaðan.

Þegar frétta­stofa leitaði eftir við­brögðum frá spari­sjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði al­farið á lög­reglu.

Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×