Innlent

Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis

Snorri Másson skrifar
Maðurinn var stöðvaður af tollgæslunni í Leifsstöð 4. nóvember og reyndist hafa verulegt magn af kókaíni meðferðis. Mynd ótengd og úr safni.
Maðurinn var stöðvaður af tollgæslunni í Leifsstöð 4. nóvember og reyndist hafa verulegt magn af kókaíni meðferðis. Mynd ótengd og úr safni. Vísir/Vilhelm

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins.

Tollgæslan stöðvaði manninn í Leifsstöð í byrjun nóvember, sem reyndist hafa um það bil 600 grömm af kókaíni í fórum sínum. Efnin hafði hann falið í 92 pakkningum innvortis, það er að segja inni í líkama sínum. 

Vitað er að slík aðferð getur verið lífshættuleg þegar pakkningar bresta. Erfiðar aðgerðir hafa verið framkvæmdar í slíkum tilvikum hér á landi.

Rannsóknin beinist meðal annars að fyrri ferðum mannsins til landsins, eins og lögreglan staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu. Vitað er til þess að leið hans hafi legið til landsins áður en í hvaða erindagjörðum er óljóst. Grunur leikur á um að það hafi verið í sama tilgangi og nú. 

Samkvæmt útreikningum fréttastofu gætu 600 grömm af tiltölulega hreinu kókaíni verið meira en 50 milljón króna virði í smásölu, enda styrkur kókaíns sem er gert upptækt á götum úti almennt í kringum 20%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×