„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. desember 2021 12:07 Þórólfur segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera að búa sig undir erfiðar vikur framundan. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56