Innlent

Að­stoðuðu eftir að rúta lenti utan vegar á Holta­vörðu­heiði

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur hálka var á veginum.
Nokkur hálka var á veginum. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit á Hvammstanga var kölluð út eftir að rúta með nokkra farþega hafnaði utan vegar á Holtavörðuheiði rétt fyrir miðnætti.

Nokkur hálka var á veginum en engin slys urðu á fólki, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

„Björgunarsveitarfólk á fór á tveimur bílum á vettvang, flutti farþegana í Staðarskála sem haldið var opnum lengur á meðan beðið var eftir bíl sem kom og sótti farþegana.

Um miðnætti fóru þeir frá Staðarskála og héldu allir för sinni áfram suður til Reykjavíkur.

Vegagerðin var kölluð til, til að hálkuverja veginn og björgunarsveitar fólk var komið til síns heima upp úr miðnætti.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×