Innlent

„Rauða­gerðis­málið ber ein­kenni mafíumorða“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íslenskt samfélag var skekið þegar karlmaður var í upphafi árs skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morðið bera mörg einkenna mafíumorða.
Íslenskt samfélag var skekið þegar karlmaður var í upphafi árs skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morðið bera mörg einkenna mafíumorða. Vísir

Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi.

Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. 

Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð og var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Að lokum voru fjórir ákærðir fyrir morðið: Angjelin Sterkaj, Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Sofia Coelho Carvalho. 

Afbrotafræðingur segir málið sérstakt á íslenskan mælikvarða. Morðmál á Íslandi séu yfirleitt persónulegir harmleikir, þar sem báðir aðilar þekkist vel og jafnvel innan sömu fjölskyldna. Morðið í Rauðagerði sé allt annars eðlis. 

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×