Innlent

Skipuð í em­bætti for­stjóra nýrrar Barna- og fjöl­skyldu­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Ásta Farsestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Ólöf Ásta Farsestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur skipað Ólöfu Ástu Farestveit í embætti forstjóra nýrrar Barna- og fjölskyldustofu. Ólöf Ásta hefur verið settur forstjóri Barnaverndarstofu síðustu mánuði.

Barna- og fjölskyldustofa mun taka við verkefnum Barnaverndarstofu en jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, að því er segir í frétt á vef stjórnarráðsins. 

„Stofan mun enn fremur fara með tilgreind verkefni sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Ólöf Ásta er settur forstjóri Barnaverndarstofu frá 1. september sl. Hún starfaði sem sérfræðingur í Barnahúsi frá árinu 2001 og sem forstöðumaður Barnahúss frá 2007-2021.

Ólöf Ásta er með menntun á sviði uppeldis- og afbrotafræði og fjölskyldumeðferðar og hefur m.a. sérhæft sig í yfirheyrslutækni vegna skýrslutöku barna,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×