Fótbolti

Ekkert pláss fyrir Salah í heimsliði FIFPro

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mohamed Salah er ekki meðal þeirra 23 likmanna sem tilnefndir eru í heimslið FIFPro.
Mohamed Salah er ekki meðal þeirra 23 likmanna sem tilnefndir eru í heimslið FIFPro. EPA-EFE/Peter Powell

Í dag var tilkynnt um þá 23 leikmenn sem koma til greina í heimsliði FIFPro þetta árið. Enska úrvalsdeildin á þar tíu fulltrúa, en ekkert pláss er fyrir einn heitasta sóknarmann heimsins um þessar mundir, Mohamed Salah.

Chelsea á fjóra fulltrúa í tilnefningunni (Edouard Mendy, N'Golo Kante, Jorginho, RomeRuben Dias, Kevin De Bruyne) og Manchester United tvo (Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo).

Einn markvörður, þrír varnarmenn, þrír miðjumenn og þrír sóknarmenn sem fá flest atkvæði verða valdir í heimsliðið. Þá er eitt laust pláss eftir, en það hreppir sá útileikmaður sem fær flest atkvæði af þeim sem ekki hafa nú þegar verið valdir í liðið.

Þeir sem eru tilnefndir

Eftirfarandi leikmenn eru tilnefndir í heimslið FIFPro

Markmenn

Alisson Becker (Liverpool)

Gianluigi Donnarumma (AC Milan/Paris St-Germain)

Edouard Mendy (Chelsea)

Varnarmenn

David Alaba (Bayern Munich/Real Madrid)

Jordi Alba (Barcelona)

Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Dani Alves (Sao Paulo/Barcelona)

Leonardo Bonucci (Juventus)

Ruben Dias (Manchester City)

Miðjumenn

Sergio Busquets (Barcelona)

Kevin de Bruyne (Manchester City)

Bruno Fernandes (Manchester United)

Frenkie de Jong (Barcelona)

Jorginho (Chelsea)

N'Golo Kante (Chelsea)

Sóknarmenn

Karim Benzema (Real Madrid)

Cristiano Ronaldo (Juventus/Manchester United)

Erling Braut Haaland (Borussia Dortmund)

Robert Lewandowski (Bayern Munich)

Romelu Lukaku (Inter Milan/Chelsea)

Kylian Mbappe (Paris St-Germain)

Lionel Messi (Barcelona/Paris St-Germain)

Neymar (Paris St-Germain)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×