Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 17:58 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir sífellt yngri börn sýna kennurum óvirðingu. Vísir Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. „Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira