Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2021 21:01 Birgir Örn Guðjónsson hefur áhyggjur af fjölda ofbeldisbrota hjá ungum krökkum. Vísir/Arnar Halldórsson Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07
Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22
Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01