Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2021 19:07 Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi. vísir/tumi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. „Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“ Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“
Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira